Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 22. september 2017 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ísland um helgina - Ólafsvíkingar þurfa sigur gegn FH
Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn.
Þór/KA getur tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ólafsvíkingar þurfa sigur gegn FH.
Ólafsvíkingar þurfa sigur gegn FH.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
Október nálgast og íslenska boltasumarið fer að líða undir lok.

Það er mikið um að vera um helgina þar sem fimm leikir verða sýndir í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 2 og aukastöðvum.

ÍBV tekur á móti Fylki í Pepsi-deild kvenna í kvöld og getur jafnað Val á stigum í þriðja sæti. Fylkir er þegar fallið úr deildinni ásamt Haukum.

Á morgun verður sýnt beint frá viðureign Grindavíkur og Þórs/KA, þar sem Akureyringar geta tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn á Grindavíkurvelli.

Á sama tíma verður sýnt beint frá viðureign HK og Keflavíkur í Kórnum, þar sem Keflvíkingar geta tryggt sér Inkasso titilinn með sigri.

Næstsíðasta umferð Pepsi-deildar karla fer fram á sunnudaginn þar sem þrír leikir verða sýndir samtímis í beinni útsendingu.

Breiðablik mætir ÍBV í fallbaráttuslag, Víkingur Ó. þarf að sigra FH á Ólafsvíkurvelli og Stjarnan tekur á móti Valsörum sem eru þegar búnir að tryggja sér Íslandsmeistaratitilinn. Þá getur Fjölnir bjargað sér frá falli með sigri gegn KR.

Föstudagur 22. september
Pepsi-deild kvenna
16:00 ÍBV-Fylkir (Hásteinsvöllur)

Laugardagur 23. september
Pepsi-deild kvenna
14:00 FH-Valur (Kaplakrikavöllur)
14:00 Stjarnan-Breiðablik (Samsung völlurinn)
14:00 Grindavík-Þór/KA (Stöð 2 Sport 2 - Grindavíkurvöllur)
16:00 KR-Haukar (Alvogenvöllurinn)

Inkasso deildin 1. deild karla
14:00 Selfoss-Haukar (JÁVERK-völlurinn)
14:00 Leiknir R.-Grótta (Leiknisvöllur)
14:00 HK-Keflavík (Stöð 2 Sport 3 - Kórinn)
14:00 Fylkir-ÍR (Floridana völlurinn)
14:00 Leiknir F.-Þór (Fjarðabyggðarhöllin)
14:00 Fram-Þróttur R. (Laugardalsvöllur)

2. deild karla
12:00 Huginn-Tindastóll (Seyðisfjarðarvöllur)
14:00 Víðir-Magni (Nesfisk-völlurinn)
14:00 Völsungur-Njarðvík (Húsavíkurvöllur)
14:00 KV-Afturelding (KR-völlur)
14:00 Vestri-Höttur (Torfnesvöllur)
14:00 Fjarðabyggð-Sindri (Eskjuvöllur)

Sunnudagur 24. september
Pepsi-deild karla
14:00 Breiðablik-ÍBV (Stöð 2 Sport 3 - Kópavogsvöllur)
14:00 Víkingur R.-ÍA (Víkingsvöllur)
14:00 KA-Grindavík (Akureyrarvöllur)
14:00 Víkingur Ó.-FH (Stöð 2 Sport 4 - Ólafsvíkurvöllur)
14:00 Fjölnir-KR (Extra völlurinn)
14:00 Stjarnan-Valur (Stöð 2 Sport 2 - Samsung völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner