Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. september 2017 06:00
Magnús Már Einarsson
Keflavík með heiðursleik á sunnudaginn
Leikurinn fer fram á Nettóvellinum í Keflavík á sunnudag.
Leikurinn fer fram á Nettóvellinum í Keflavík á sunnudag.
Mynd: Keflavík
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Baldur Sigurðsson mætir með draumalið sitt.
Baldur Sigurðsson mætir með draumalið sitt.
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur sett upp svokallaðan Heiðursleik fyrir kynslóð leikmanna sem fæddir eru á árunum 1977-1983 og hafa skilið eftir sig stór spor bæði í sögu keflvískrar knattspyrnu, sem og í hjörtum stuðningsmanna á undanförnum áratugum. Aldursforsetinn, Jóhann Birnir Guðmundsson lék sinn fyrsta leik árið 1994, eða fyrir tuttugu og þremur árum. Á árunum sem fylgdu týndust hinir smátt og smátt inn í liðið og eru síðan orðnir þaul-kunnugir öllum áhangendum, eftir margra ára framlag í þágu félagsins.

Sjaldgæft er að upp komi jafn stór hópur svo metnaðarfullra leikmanna á jafn litlu aldursbili, sem fær tækifæri í meistaraflokki á unga aldri, auk þess að endast jafn lengi í boltanum og raun ber vitni. Hópurinn fór í gegnum súrt og sætt á sögulegu tímabili sem innihélt meðal annars þrjá bikarmeistaratitla, spennuþrungna baráttu um Íslandsmeistaratitil, fall um deild, upprisu og nokkur Evrópuævintýri.

Hver einasti leikmannanna á leiki með yngri landsliðum Íslands og sex af þeim ellefu sem heiðraðir verða, náðu þeim árangri að leika með A landsliðinu, auk þess sem níu þeirra léku á einhverjum tímapunkti í atvinnumennsku erlendis.

Leikmennirnir, sem sumir leika enn með liðinu, munu spila gegn Úrvalsliði Baldurs Sigurðssonar á Nettóvellinum og hefst leikurinn kl 18:00, sunnudaginn 24. september. Tekið verður við frjálsum framlögum á vellinum og rennur afrakstur þeirrar söfnunar til kaupa á æfingabúnaði fyrir yngri iðkendur félagsins. Mikið verður um dýrðir þennan dag, þar sem lokahóf yngri flokka félagsins fer fram fyrr um daginn, auk þess sem Keflvíkingar fagna um þessar mundir sæti karlaliðsins í Pepsi deildinni, árið 2018.

Það er Knattspyrnudeild Keflavíkur hjartans mál að sem flestir áhorfendur mæti á völlinn og þakki þessum leikmönnum fyrir áralanga samveru á Keflavíkurvelli, og leggi um leið framtíðinni lið með því að styrkja yngri flokka starf félagsins með frjálsu framlagi.

Leikmennirnir sem á að heiðra að þessu sinni eru (fæðingarár fylgir):
Jóhann Birnir Guðmundsson 1977
Haukur Ingi Guðnason 1978
Guðmundur Steinarsson 1979
Þórarinn Kristjánsson 1980
Hólmar Örn Rúnarsson 1981
Ómar Jóhannsson 1981
Haraldur Freyr Guðmundsson 1981
Magnús Sverrir Þorsteinsson 1982
Guðjón Árni Antoníusson 1983
Jónas Guðni Sævarsson 1983
Hörður Sveinsson 1983
Með þeim í liði spila nokkrar goðsagnir úr Keflvískri knattspyrnusögu, sem flestir voru samherjar þeirra á árum áður, undir stjórn Kjartans Mássonar og Sigurðar Björgvinssonar. Mótherjarnir, Úrvalslið Baldurs Sigurðssonar verður skipað vel völdum leynigestum úr ýmsum áttum.

„Ferilskrá“ hvers og eins leikmanns:
Magnús Sverrir Þorsteinsson 1982. 277 leikirá 17 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 7 Evrópuleikir. Lék á sínum tíma leiki með öllum yngri landsliðum Íslands.
Guðmundur Steinarsson 1979. 275 leikir á 15 tímabilum. Bikarmeistari 1997, Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 10 Evrópuleikir, 3 A landsleikir. Markahæsti leikmaður í sögu félagsins með 102 mörk í Íslandsmóti, bikar- og Evrópukeppnum.
Haraldur Freyr Guðmundsson 1981. 225 leikir á 14 tímabilum. Bikarmeistari 2004, 2 leikir með A landsliði.
Jóhann Birnir Guðmundsson 1977. 203 leikir á 14 tímabilum. Bikarmeistari 1997, 8 Evrópuleikir, 8 A landsleikir.
Hólmar Örn Rúnarsson 1981. 225 leikir á 13 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006. 8 Evrópuleikir.Lék með U21 landsliði.
Guðjón Árni Antoníusson 1983. 233 leikir á 13 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 11 Evrópuleikir, 1 A landsleikur,
Þórarinn Brynjar Kristjánsson 1980. 189 leikir á 12 tímabilum. Fagnaði tvítugsafmæli sínu með 55 leiki og lék sinn síðasta leik aðeins 28 ára gamall. Bikarmeistari 1997, Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006, 6 Evrópuleikir.Lék með öllum yngri landsliðum Íslands.
Hörður Sveinsson 1983. 214 leikir á 12 tímabilum. Bikarmeistari 2004, 6 Evrópuleikir, Markahæsti leikmaður í Evrópukeppnum í sögu Keflavíkur með 5 mörk. Lék með U 21 árs landsliði Íslands.
Ómar Jóhannsson 1981. 195 leikir á 11 tímabilum. Bikarmeistari 2006, 9 Evrópuleikir, fjölmargir U21 landsleikir.
Jónas Guðni Sævarsson 1983. 143 leikir á 8 tímabilum. Bikarmeistari 2004, Bikarmeistari 2006. 10 Evrópuleikir, 7 A landsleikir.
Haukur Ingi Guðnason 1978. 94 leikir á 6 tímabilum, auk 16 leikja sem þjálfari. Bikarmeistari 1997, 4 Evrópuleikir, 8 A landsleikir.
Athugasemdir
banner
banner
banner