Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 22. september 2017 13:30
Elvar Geir Magnússon
Neymar búinn að biðja liðsfélaga sína afsökunar
Allra augu beinast að Neymar.
Allra augu beinast að Neymar.
Mynd: Getty Images
Dýrasti leikmaður heims, Neymar, hefur beðið liðsfélaga sína hjá Paris Saint-Germain afsökunar á því að hafa rifist við samherja sinn, Edinson Cavani, í sigrinum gegn Lyon í síðustu viku.

PSG fékk vítaspyrnu sem Neymar vildi taka. Eftir rifrildi tók Cavani spyrnuna en hún var varin.

L'Equipe segir að í klefanum eftir leik hafi þurft að aðskilja Neymar og Cavani en sá brasilíski sé búinn að biðja liðsfélagana afsökunar.

Unai Emery, stjóri PSG, sagði í gær að hann treysti báðum leikmönnum til að taka víti en vildi ekkert segja hvor væri vítaskytta númer eitt.

„Sannleikurinn er sá að það er ekkert vandamál. Neymar hefur aðlagast vel hjá okkur og við höfum hjálpað honum," sagði Cavani aðspurður um málið.

Fjölmiðlamenn fylgdust vel með Neymar og Cavani á opinni æfingu PSG í gær en þar virtist alls ekki anda köldu þeirra á milli.

Neymar verður ekki með PSG sem mætir Montpellier á morgun, hann er að glíma við smávægileg meiðsli og verður hvíldur fyrir Meistaradeildarleik gegn Bayern München næsta miðvikudag.

Sjá einnig:
Forlan: Neymar eins og frekur lítill strákur
Athugasemdir
banner
banner
banner