fös 22. september 2017 11:00
Magnús Már Einarsson
Nigel Pearson tekur við liði í Belgíu (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Nigel Pearson, fyrrum stjóri Leicester, hefur verið ráðinn þjálfari hjá OH Leuven í belgísku B-deildinni.

Pearson var rekinn frá Leicester sumarið 2015 en hann stýrði síðan Derby í 14 leikjum árið 2016.

Tælenska fyrirtækið King Power er eigandi OH Leuven líkt og Leicester.

Pearson er því að fara að starfa aftur með Srivaddhanaprabha fjölskyldunni sem á King Power fyrirtækið.

Claudio Ranieri tók við Leicester af Pearson á sínum tíma og undir stjórn Ítalans varð félagið enskur meistari.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner