fös 22. september 2017 12:30
Magnús Már Einarsson
West Ham setur treyjur á uppboð fyrir Mexíkó
Javier Hernandez framherji West Ham.
Javier Hernandez framherji West Ham.
Mynd: Getty Images
West Ham ætlar að fara af stað með uppboð til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Mexíkó í vikunni.

Treyjurnar sem leikmenn West Ham spila í gegn Tottenham um helgina fara allar á upphæð.

Mexíkóski landsliðsmaðurinn Javier Hernandez er á meðal leikmanna West Ham og hann hefur sjálfur hafið söfnun fyrir fórnarlömb jarðskjálftans.

273 létust í jarðskálftanum á þriðjudag og þúsundir eru heimilislausir eftir skjálftann.

West Ham ætlar að tvöfalda upphæðina sem safnast í uppboðinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner