Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. október 2014 12:27
Magnús Már Einarsson
Árni Vill til Viking á reynslu
Árni skoraði tíu mörk í Pepsi í sumar.
Árni skoraði tíu mörk í Pepsi í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Vilhjálmsson, framherji Breiðabliks, mun í næstu viku fara til norska félagsins Viking á reynslu. Þetta staðfesti Magnús Agnar Magnússon umboðsmaður hjá Total Football í samtali við Fótbolta.net í dag.

Árni er þessa dagana á reynslu hjá Lilleström en hann mun á sunnudaginn fara til Viking.

Hinn tvítugi Árni skoraði tíu mörk í Pepsi-deildinni í sumar og var markahæstur í liði Breiðabliks.

Þá var hann einnig í U21 árs landsliðshópnum.

Viking er í 10. sæti í norsku úrvalsdeildinni en Björn Daníel Sverrisson, Indriði Sigurðsson, Jón Daði Böðvarsson, Steinþór Freyr Þorsteinsson og Sverrir Ingi Ingason spila allir með liðinu.
Athugasemdir
banner
banner