banner
   mið 22. október 2014 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Biður um annað tækifæri eftir að hafa losnað úr fangelsi
Ched Evans vill snúa aftur í knattspyrnuheiminn eftir tveggja og hálfs árs fjarveru.
Ched Evans vill snúa aftur í knattspyrnuheiminn eftir tveggja og hálfs árs fjarveru.
Mynd: Getty Images
Hinn 25 ára gamli Ched Evans, fyrrverandi leikmaður Manchester City, Norwich og Sheffield United, var dæmdur í fimm ára fangelsi fyrir nauðgun og var sleppt úr haldi í síðustu viku eftir að hafa setið inni í tvö og hálft ár.

Margir eru á móti því að Evans fái að snúa aftur í atvinnumennskuna en margir segja að hann hafi afplánað dóm sinn og eigi rétt á að snúa aftur til fyrri starfa.

Á sínum tíma börðust Evans og kærasta hans gegn kærunni en það dugði ekki og nú vill sóknarmaðurinn snúa aftur í knattspyrnuheiminn. Evans skoraði 42 mörk í 103 leikjum fyrir Sheffield, og 10 í 28 fyrir Norwich.

,,Það eru sjaldgæf forréttindi að hafa atvinnu af því að spila fótbolta og ég vonast til að geta haldið þeirri atvinnu áfram eftir fangavistina," sagði Evans sitjandi við hlið kærustunnar.

,,Ég væri til í að fá annað tækifæri eftir að hafa lært mjög kvalarfulla lexíu, en ég veit að ekki allir eru sammála mér.

,,Ég veit að það er ekki sjálfsagt að ég fái að spila aftur, en fyrir hvaða félag sem vill mig þá verður það að vita að ég lærði mjög mikilvæga hluti á síðustu árum. Ég sannað að ég er jákvæður kraftur jafnt innan sem utan vallar."

Athugasemdir
banner
banner
banner