Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mið 22. október 2014 07:30
Alexander Freyr Tamimi
Gerrard vill endurtaka leikinn frá 2009
Tekst Gerrard og félögum að stríða Real Madrid?
Tekst Gerrard og félögum að stríða Real Madrid?
Mynd: Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, vonar að liðinu takist að endurtaka leik sinn frá árinu 2009 þegar þeir rauðklæddu slátruðu Real Madrid á Anfield í Meistaradeildinni.

Óhætt er að segja að Evrópumeistarar Madrídinga séu sigurstranglegri þegar þeir heimsækja Liverpool í kvöld, en árið 2009 vann Liverpool frækinn 4-0 sigur gegn spænska stórveldinu.

,,Allir vita um hvað okkar félag snýst og hver saga þess er, og það er mjög mikilvægt að við höldum áfram að spila í Meistaradeildinni eins lengi og við getum," sagði Gerrard.

,,Kvöldið árið 2009 var stórkostlegt fyrir mig og liðið, þetta var ótrúleg frammistaða og við verðum að standa okkur jafn vel í þessum leik ef við viljum ná góðum úrslitum."

,,Það eru svona kvöld sem lifa með manni að eilífu, þegar stórlið eins og Real Madrid mæta á svæðið og maður nær að standa sig virkilega vel og ná frábærum úrslitum."

,,Með fullri virðingu fyrir liðinu árið 2009, þá er Real Madrid búið að bæta sig og þeir sýndu það á síðasta ári að þeir eiga skilið mikla virðingu. Ég efast um að þeir hræðist marga andstæðinga. Þetta er nánast eins og bónus leikur fyrir okkur, leikur sem við verðum að njóta."

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner