Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. október 2014 06:00
Alexander Freyr Tamimi
Koeman: Betri byrjun en ég gat ímyndað mér
Koeman hefur byrjað vel með Southampton.
Koeman hefur byrjað vel með Southampton.
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman, stjóri Southampton, viðurkennir að byrjun ferilsins hjá félaginu hafi verið betri en hann at látið sig dreyma um.

Hollendingurinn var ráðinn sem arftaki Mauricio Pochettino í sumar og þurfti að taka við liði sem hafði misst stórstjörnur á borð við Adam Lallana, Luke Shaw, Dejan Lovren og Rickie Lambert.

Southampton hefur hins vegar byrjað tímabilið frábærlega og er í 3. sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir magnaðan 8-0 sigur gegn Sunderland um síðustu helgi.

,,Ég hafði trú á félaginu, því eftir að hafa rætt við stjórnina vissi ég auðvitað að Southampton er með góða akademíu og góða unga leikmenn," sagði Koeman við Sky Sports.

,,Ég vissi að einhverjir lykilmenn höfðu yfirgefið félagið, en við höfðum tækifæri til að fá nýja leikmenn."

,,En auðvitað voru væntingarnar ekki svona háar í byrjun. Núna eru þær miklu meiri. Að sjálfsögðu bjóst ég ekki við svona góðri byrjun á tímabilinu. Ég verð að vera raunsær."

Athugasemdir
banner
banner