Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. október 2014 12:30
Elvar Geir Magnússon
Kompany brjálaður því CSKA var með stuðningsmenn
Það var afar tómlegt á Arena Khimki í gær.
Það var afar tómlegt á Arena Khimki í gær.
Mynd: Getty Images
„Af hverju í andskotanum var bara hleypt inn stuðningsmönnum frá CSKA Moskvu?" sagði Vincent Kompany, fyrirliði Manchester City, eftir 2-2 jafntefli City í Rússlandi í gær.

City er í erfiðri stöðu í riðlinum en liðið komst í 2-0 í leiknum. Leikið var fyrir luktum dyrum þar sem CSKA tók út refsingu fyrir dólgslæti og kynþáttaníð stuðningsmanna sinna.

Þrátt fyrir það var stuðningsmannahópur CSKA meðal þeirra 350 áhorfenda sem hleypt var inn á leikvanginn, hópur sem var í litum félagsins og studdi liðið áfram.

Einhverjir í stúkunni fóru frekar hratt inn um dyr gleðinnar og féll einn áhorfandi niður í hálfleik sökum ölvunar.

„Ég er ekki að búa til afsökun. Þetta hafði ekki áhrif á leikinn og leikmennina. Maður er auðvitað pirraður og vill að farið sé eftir reglum. Ég skil ekki af hverju í andskotanum þessir stuðningsmenn fengu aðgang," sagði Kompany,

Reglur UEFA kveða um að styrktaraðilar fái sæti á leikjum þó leikið sé fyrir luktum dyrum. Líklegt er að þeir miðar hafi farið í sölu á svörtum markaði og jafnvel einnig miðar sem ætlaðir voru fjölmiðlum.

Kompany var einnig afskaplega ósáttur við vítaspyrnudóminn sem leiddi til jöfnunarmarks CSKA í leiknum en sá dómur var afar vafasamur, líklega rangur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner