mið 22. október 2014 11:18
Elvar Geir Magnússon
Loic Remy heldur í vonina
Loic Remy, sóknarmaður Chelsea.
Loic Remy, sóknarmaður Chelsea.
Mynd: Getty Images
Sóknarmaðurinn Loic Remy hefur ekki gefið upp vonina um að vera klár fyrir leik Chelsea gegn Manchester United á sunnudag.

Frakkinn fór meiddur af velli í Meistaradeildarleiknum gegn Maribor en hann hafði þá skorað fyrsta mark leiksins.

Remy er tæpur fyrir leikinn og þá er Diego Costa á meiðslalistanum. Svo gæti farið að Didier Drogba verði eini kostur Chelsea í framlínuna í leiknum gegn United og hinn 17 ára Dominic Solanke verði á bekknum.

„Sjáum hvað kemur út úr myndatökunni. Ég vona að þetta sé ekki of slæmt. Sem betur fer lét ég skipta mér af velli snögglega eftir að ég fann eitthvað. Ég held að þetta sé ekki alvarlegt," segir Remy.

„Það var ekki nægilega þægilegt að hlaupa og ég var stífur. Ég var ekki 100% og þá er betra að hleypa að leikmanni sem er heill."

Chelsea er á toppi ensku úrvalsdeildarinnar með tíu stigum meira en United.
Athugasemdir
banner
banner
banner