Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 22. október 2014 17:28
Elvar Geir Magnússon
Meistaradeildin - Byrjunarlið: Hvað gerir Balotelli?
Mario Balotelli byrjar.
Mario Balotelli byrjar.
Mynd: Getty Images
Emiliano Martinez er í marki Arsenal.
Emiliano Martinez er í marki Arsenal.
Mynd: Getty Images
Meistaradeildarveislan heldur áfram en vonandi verða sóknarmenn í sama stuði og þeir voru í gærkvöldi. Aðalleikur kvöldsins er viðureign Liverpool og Real Madrid sem margir bíðar eftir með mikilli eftirvæntingu.

Eins og allir vita er Gareth Bale fjarri góðu gamni hjá Real vegna meiðsla. Hjá Liverpool er Daniel Sturridge enn á meiðslalistanum en Alberto Moreno er klár í slaginn eftir að hafa verið hvíldur um síðustu helgi.

Mario Balotelli er í byrjunarliði Liverpool en hann hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir slaka frammistöðu.

Eftir tvær umferðir í B-riðli er Real Madrid með sex stig en Liverpool og Basel hafa þrjú stig á meðan Ludogorets Razgrad er stigalaust á botninum.

Byrjunarlið Liverpool: Mignolet; Johnson, Lovren, Skrtel, Moreno; Gerrard, Allen, Henderson; Coutinho, Sterling, Balotelli.
(Varamenn: Jones, Toure, Manquillo, Can, Lallana, Markovic, Lambert)

Byrjunarlið Real Madrid: Casillas; Marcelo, Varane, Pepe, Arbeloa, Modric, Kroos, Isco, Ronaldo, Benzema, James Rodriguez.
(Varamenn: Navas, Khedira, Hernandez, Carvajal, Nacho, Illarra, Medran)

Arsenal er í Belgíu og mætir Anderlecht í D-riðli. Þar er Dortmund með sex stig, Arsenal þrjú en Anderlecht og Galatasaray eitt hvort lið.

Wojciech Szczesny, markvörður Arsenal, er í leikbanni og hinn 22 ára Emiliano Martinez er með hanskana. Laurent Koscielny, Mesut Özil, Yaya Sanogo, Olivier Giroud, Mathieu Debuchy og Theo Walcott eru allir á meiðslalista Arsenal.

Byrjunarlið Arsenal: Martinez, Chambers, Mertesacker, Monreal, Gibbs; Flamini; Sanchez, Wilshere, Ramsey, Cazorla; Welbeck.



Leikir kvöldsins:

A riðill:
18:45 Atletico Madrid - Malmö
18:45 Olympiakos - Juventus (Í beinni á Stöð 2 Sport 4)

B riðill:
18:45 Liverpool - Real Madrid (Í beinni á Stöð 2 Sport)
18:45 Ludugorets - Basel

C riðill:
18:45 Bayer Leverkusen - Zenit
18:45 Monaco - Benfica

D riðill:
18:45 Anderlecht - Arsenal (Í beinni á Stöð 2 Sport 3)
18:45 Galatasaray - Borussia Dortmund
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner