Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 22. október 2014 05:55
Alexander Freyr Tamimi
Meistaradeildin í dag - Liverpool mætir Real Madrid
Ronaldo mætir á Anfield.
Ronaldo mætir á Anfield.
Mynd: Getty Images
Átta leikir fara fram í riðlakeppni Meistaradeildar Evrópu í kvöld klukkan 18:45.

Hæst ber að nefna viðureign Liverpool og Real Madrid sem fram fer á Anfield, en leikurinn er í beinni á Stöð 2 Sport. Gareth Bale verður fjarri góðu gamni í leiknum vegna meiðsla. Real er búið að vinna báða leiki sína en Liverpool og Basel eru með þrjú stig hvort lið.

Þá mætast Anderlecht og Arsenal í D-riðli, en sá leikur er í beinni á hliðarrásinni Stöð 2 Sport 3. Þriðji markvörður Arsenal, Emiliano Martinez, spilar í kvöld en aðalmarkvörðurinn Wojciech Szczesny tekur út leikbann og varamarkvörðurinn er meiddur.

Laurent Koscielny, Mesut Özil, Yaya Sanogo, Olivier Giroud, Mathieu Debuchy og Theo Walcott eru allir á meiðslalista Arsenal sem er með þrjú stig í öðru sæti, þremur stigum á eftir Dortmund sem er á toppi riðilsins.

Hér að neðan má sjá alla leiki dagsins.

A riðill:
18:45 Atletico Madrid - Malmö
18:45 Olympiakos - Juventus (Í beinni á Stöð 2 Sport 4)

B riðill:
18:45 Liverpool - Real Madrid (Í beinni á Stöð 2 Sport)
18:45 Ludugorets - Basel

C riðill:
18:45 Bayer Leverkusen - Zenit
18:45 Monaco - Benfica

D riðill:
18:45 Anderlecht - Arsenal (Í beinni á Stöð 2 Sport 3)
18:45 Galatasaray - Borussia Dortmund
Athugasemdir
banner