Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   mið 22. október 2014 17:14
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Valur.is 
Óli Brynjólfs þjálfar Valskonur við hlið Þórs (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ólafur Brynjólfsson hefur verið ráðinn þjálfari hjá meistaraflokki kvenna í Val við hlið Þórs Hinrikssonar en þeir eru tveir jafnir þjálfarar liðsins.

Frá þessu er greint á heimasíðu félagsins en Ólafur þekkir Val vel.

Ólafur er fæddur árið 1975 og hóf sinn meistaraflokksferil með Val árið 1993 en hann lék alls 24 leiki með Val, en á alls 65 meistaraflokks leiki að baki.

Árið 2004 hóf Ólafur sinn þjálfaraferil einmitt með meistaraflokk kvenna hjá Val þar sem hann aðstoðaði Elísabetu Gunnarsdóttur. Síðustu árin hefur hann stýrt liði Gróttu og kom því upp í 1. deildina.

Hér má sjá viðtal við Ólaf af heimasíðu Vals:

Athugasemdir
banner
banner
banner