Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 22. október 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Heimild: BBC 
Özil til Manchester City í stað Toure?
Powerade
Özil er orðaður við Manchester City.
Özil er orðaður við Manchester City.
Mynd: Getty Images
Guarin er á óskalista Manchester United.
Guarin er á óskalista Manchester United.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum á þessum fína miðvikudegi.



Arsenal og Manchester City vilja fá Liam Moore (21) varnarmann Leicester. (Sun)

Manchester City vill fá Mesut Özil (26) frá Arsenal til að taka stöðu Yaya Toure. (Metro)

Manchester United gæti gert aðra tilraun til að fá Fredy Guarin (28) en Inter hefur ákveðið að setja hann á sölulista. (Daily Star)

Schalke gæti óvænt reynt að fá Fernando Torres (30) í janúar. Torres er í láni hjá AC Milan frá Chelsea en hann þekkir Roberto Di Matteo þjálfara Schalke síðan hjá enska félaginu á sínum tíma. (Bild)

Vonir Arsenal og Chelsea um að fá Munir El Haddadi (19) frá Barcelona hafa minnkað en hann er að ganga frá nýjum samningi við spænska félagið. (Daily Express)

Luke Shaw (19) segir að stuðningsmenn Manchester United eigi ennþá eftir að sjá það besta frá honum. (Guardian)

Didier Drogba byrjar líklega frammi hjá Chelsea gegn Manchester United um helgina en Loic Remy meiddist gegn Maribor í gær og Diego Costa er mjög tæpur fyrir leikinn. (Daily Telegraph)

Garry Monk, stjóri Swansea, sektar leikmenn ef þeir eru með leikaraskap á æfingum. (Daily Mirror)

Arsenal mun reyna að fá Carlo Ancelotti frá Real Madrid ef Arsene Wenger fer til Monaco eftir tímabilið. (Daily Express)

QPR gæti sektað Harry Redknapp fyrir hans þátt í rifrildinu við Adel Taarabt. (Daily Telegraph)

Rodney Marsh, fyrrum leikmaður enska landsliðsins, segir að Steven Gerrard fyrirliði Liverpool sé búinn á því. (Talksport)

Arsenal er tilbúið að bjóða 32 milljónir punda í Mats Hummels (27) varnarmann Borussia Dortmund. (Bild)
Athugasemdir
banner
banner
banner