mið 22. október 2014 21:10
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers: Get ekki beðið um meira
Mynd: Getty Images
Liverpool tapaði fyrir Real Madrid á Anfield Road og lofaði Brendan Rodgers spænsku gestina í Real eftir leikinn.

Rodgers segir andstæðingana hafa verið frábæra í síðari hluta fyrri hálfleiks þegar öll mörk leiksins voru skoruð en var ánægður með frammistöðu sinna manna restina af leiknum.

,,Fyrstu 22 mínútur leiksins voru góðar en frá fyrsta markinu og að leikhléi sýndi Real Madrid sín raunverulegu gæði. Þeir voru stórkostlegir," sagði Rodgers eftir tapið.

,,Í síðari hálfleik spiluðum við upp á stoltið og vorum frábærir. Leikmennirnir héldu áfram að berjast og þrátt fyrir ömurlegan varnarleik get ég ekki beðið um meira."

Þá var Rodgers ekki sáttur með það að Mario Balotelli hafi skipt um treyju við Pepe í hálfleik.

,,Þetta er eitthvað sem gerist ekki og á ekki að gerast hér. Ég þurfti að höndla svipað ástand á síðasta tímabili (Þegar Sakho og Eto'o skiptust á treyjum) og er tilbúinn að gera það aftur."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner