mið 22. október 2014 13:30
Magnús Már Einarsson
Skattsvik Fabio Cannavaro rannsökuð
Mynd: Getty Images
Fabio Cannavaro, besti leikmaður heims árið 2006, er í vandræðum en hann er sakaður um skattsvik.

Ítalska lögreglan er að skoða skattsvik í tengslum við rekstur sem Cannavaro og kona hans voru í en þau voru með fyrirtæki sem leigði út lúxus báta.

Ítalska lögreglan hefur gert hluti að andvirði 900 þúsund evrur upptæka sem hluti af rannsókninni.

Meint skattsvik áttu sér stað á árunum 2005 til 2010 en hinn 41 árs gamli Cannavaro var fyrirliði ítalska landsliðsins þegar það varð heimsmeistari árið 2006.

Cannavaro spilaði á ferli sínum með Inter, Juventus og Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner