banner
   mið 22. október 2014 15:23
Elvar Geir Magnússon
Verður valdamesta kona fótboltaheimsins
Marina og Didier Drogba.
Marina og Didier Drogba.
Mynd: Getty Images
Marina Granovskaia verður næsti framkvæmdastjóri hjá enska knattspyrnufélaginu Chelsea. Frá þessu greinir Telegraph en Marina verður þá valdamesta konan í fótboltaheiminum.

Það verða miklar breytingar á stjórnskipulagi Chelsea þar sem Ron Gourlay sagði upp starfi sínu sem framkvæmdastjóri en Marina á að taka við.

Marina er með rússneskan og kanadískan ríkisborgararétt en hún útskrifaðist með glæsibrag frá háskólanum í Moskvu 1997. Sama ár tók hún til starfa hjá olíufyrirtæki sem Roman Abramovich, eigandi Chelsea, átti á þessum tíma.

Síðustu 17 ára hefur hún starfað náið með Abramovich en hún hefur setið í stjórn Chelsea undanfarin ár.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner