lau 22. október 2016 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Abou Diaby fór í aðgerð á ökkla
Diaby er búinn að spila 130 mínútur á tímabilinu.
Diaby er búinn að spila 130 mínútur á tímabilinu.
Mynd: Getty Images
Franski miðjumaðurinn Abou Diaby verður að teljast einn af allra óheppnustu atvinnumönnum knattspyrnuheimsins.

Meiðsli hafa hrjáð Diaby allan hans feril en þegar honum tekst að halda sér heilum ganga hlutirnir yfirleitt mjög vel.

Diaby á 16 landsleiki að baki fyrir Frakkland og 125 deildarleiki fyrir Arsenal, en þegar hann náði að halda sér heilum komst hann alltaf beint í byrjunarliðið hjá Arsene Wenger.

Diaby var svo látinn fara frá Arsenal sumarið 2015 og hefur honum aðeins tekist að spila fimm deildarleiki fyrir Marseille á rúmu ári.

L'Equipe greinir frá því að Diaby sé búinn að fara í aðgerð á ökkla enn eina ferðina, en hann hefur farið í ansi margar aðgerðir á ferlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner