Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. október 2016 10:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Byrjunarlið Bournemouth og Tottenham: Fer Spurs á toppinn?
Dembele er kominn inn í byrjunarliðið hjá Tottenham
Dembele er kominn inn í byrjunarliðið hjá Tottenham
Mynd: Getty Images
Það er spennandi hádegisleikur framundan í ensku úrvalsdeildinni. Bour­nemouth og Totten­ham mæt­ast í ní­undu um­ferð deildarinnar á Vitality-vell­in­um klukk­an 11.30; það eru því ekki nema tæpar 50 mínútur í fyrsta flautið.

Totten­ham er í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 18 stig fyr­ir leik liðanna í dag og get­ur skot­ist á topp deild­ar­inn­ar, tímabundið hið minnsta með sigri í þess­um leik. Bour­nemouth er aftur á móti í 11. sæti deild­ar­inn­ar með ell­efu stig.

Byrjunarliðin fyrir leikinn, sem hefst klukkan 11:30, eru klár og þau má sjá hér að neðan. Heimamenn í Bournemouth gera eina breytingu á sínu liði, en Junior Stanislas er meiddur og inn í hans stað kemur Norðmaðurinn knái Joshua King.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, gerir tvær breytingar á sínu liði frá markalausa jafnteflinu gegn Bayer Leverkusen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn. Kyle Walker og Moussa Dembele koma inn fyrir Kieran Trippier og Vincent Janssen.

Byrjunarlið Bournemouth: Boruc, Adam Smith, Francis, Steve Cook, Daniels, Surman, Arter, King, Wilshere, Ibe, Callum Wilson.

Byrjunarlið Tottenham: Lloris, Walker, Dier, Vertonghen, Rose; Wanyama, Dembele; Lamela, Eriksen, Dele; Son.





Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner