Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 22. október 2016 16:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Dramatískt hjá Herði - Töp hjá Ragga og Jóni
Ragnar og félagar töpuðu gegn Aston Villa
Ragnar og félagar töpuðu gegn Aston Villa
Mynd: Aðsend
Hörður Björgvin hefur verið að gera það gott hjá Bristol City
Hörður Björgvin hefur verið að gera það gott hjá Bristol City
Mynd: Twitter
Þessi var með tvö mörk fyrir Newcastle í dag
Þessi var með tvö mörk fyrir Newcastle í dag
Mynd: Getty Images
Nú er tíu leikjum lokið í ensku Championship-deildinni í dag. Deildin heldur áfram að rúlla á fullu, en þetta voru leikir í 14. umferð deildarinnar sem var að ljúka.

Ragnar Sigurðsson og félagar hans í Fulham þurftu að sætta sig við tap á útivelli gegn Aston Villa í dag. Jonathan Kodija skoraði eina mark leiksins þegar tíu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en Ragnar og félagar hans eru núna í 14. sæti deildarinnar með 18 stig.

Það er fjör í Bristol þessa stundina, en þeir hjá Bristol City, með Hörð Björgvin Magnússon innanborðs, unnu dramatískan 1-0 sigur á Blackburn í dag. Aaron Wilbraham setti sigurmarkið á 88. mínútu, en Hörður Björgvin spilaði allan leikinn í vörninni hjá Bristol.

Það hefur lítið gengið hjá Wolves eftir góða byrjun á tímabilinu, en liðið tapaði í dag gegn Leeds. Jón Daði Böðvarsson spilaði allan leikinn fyrir Wolves, sem er núna í 18. sæti deildarinnar.

Að lokum ber svo að nefna það að Newcastle heldur áfram að spila vel, en þeir eru á toppi deildarinnar eftir 3-0 sigur á Ipswich Town í dag þar sem Spánverjinn Ayoze Perez setti tvö mörk.

Aston Villa 1 - 0 Fulham
1-0 Jonathan Kodjia ('80 )

Brentford 0 - 2 Barnsley
0-1 Adam Armstrong ('29 )
0-2 Sam Winnall ('67 )

Bristol City 1 - 0 Blackburn
1-0 Aaron Wilbraham ('88 )

Huddersfield 1 - 0 Derby County
1-0 Elias Kachunga ('90 )

Newcastle 3 - 0 Ipswich Town
1-0 Ayoze Perez ('1 )
2-0 Ayoze Perez ('73 )
3-0 Matt Ritchie ('78 )

Norwich 0 - 1 Preston NE
0-1 Alex Baptiste ('75 )

Rotherham 0 - 1 Reading
0-1 Paul McShane ('86 )

Sheffield Wed 1 - 0 QPR
1-0 Gary Hooper ('40 )

Wigan 0 - 1 Brighton
0-1 Dale Stephens ('68 )

Wolves 0 - 1 Leeds
0-1 Kemar Roofe ('70 )

Leikur Nott. Forest og Cardiff City hefst klukkan 16:30, en landsliðsfyrirliðinn Aron Einar Gunnarsson verður eflaust í baráttunni þar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner