Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. október 2016 16:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hallgrímur og félagar komnir upp í annað sætið
Hallgrímur stóð vaktina í vörninni hjá Lyngby
Hallgrímur stóð vaktina í vörninni hjá Lyngby
Mynd: Getty Images
Lyngby 2 - 0 SønderjyskE
1-0 Kim Ojo ('6 )
2-0 Jesper Christjansen ('78 )

Það virðist fátt geta stoppað lið Lyngby með Hallgrím Jónasson innanborðs, en liðið hefur ekki enn tapað síðan Hallgrímur byrjaði að spila með liðinu. Þetta breyttist ekki í dag þegar SønderjyskE kom í heimsókn.

Hallgrímur gekk til liðs við nýliðana í Lyngby í sumar, en hann missti af byrjun tímabilsins vegna meiðsla og það er ekki langt síðan hann fór af stað aftur.

Lyngby vann SønderjyskE með tveimur mörkum gegn engu í dag, en liðið hefur unnið fimm leiki af sex síðan Hallgrímur hóf að spila; þessi eini leikur sem vannst ekki endaði með jafntefli gegn Esbjerg.

Lyngby er eftir sigurinn í dag í öðru sæti deildarinnar með 24 stig, fimm stigum á eftir toppliði FCK. Mótið er tæplega hálfnað í Danmörku, en Lyngby er búið að leika 14 leiki.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner