Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. október 2016 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Butland byrjaður að æfa - „Hann yppti öxlum og hélt áfram"
Butland mun líklega snúa aftur í mark Stoke á næstunni
Butland mun líklega snúa aftur í mark Stoke á næstunni
Mynd: Getty Images
Mark Hughes, stjóri Stoke, hefur greint frá því að markvörðurinn Jack Butland sé byrjaður að æfa aftur eftir að gengist undir aðgerð á ökkla.

Butland hefur ekki spilað með Stoke síðan í mars eftir að hafa orðið fyrir meiðslum í vináttulandsleik með Englandi gegn Þýskalandi.

Upphaflega var talið að Butland myndi snúa aftur í upphafi tímabils, en svo kom í ljós að hann þurfti að fara í aðgerð og því var hann lengur frá en áætlað var.

„Hann sneri aftur út á völl í gær. Þetta voru léttar hreyfingar, en við erum vongóðir um það að þetta sé allt að baki hjá honum," sagði Hughes.

„Þetta er erfitt fyrir hann. Hann er með stóran persónuleika, en hann er mjög einbeittur. Það var erfitt að taka þessum meiðslum, ekki bara fyrir hann heldur fyrir alla."

„En hann bara yppti öxlum og hélt áfram og vonandi getum við komið upp með einhverja dagsetningu fyrir endurkomu hjá honum á næstunni."
Athugasemdir
banner
banner