Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. október 2016 05:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England í dag - Hvað gera þeir íslensku?
Jói Berg fær Everton í heimsókn, Gylfi mætir Watford
Hvað gera Jóhann Berg og liðsfélagar hans hjá Burnley í dag?
Hvað gera Jóhann Berg og liðsfélagar hans hjá Burnley í dag?
Mynd: Getty Images
Gylfi er í lykilhlutverki hjá Swansea
Gylfi er í lykilhlutverki hjá Swansea
Mynd: Getty Images
Líkt og venjulega á góðum laugardögum þá er stútfullur dagur framundan í ensku úrvalsdeildinni. Það verða átta leikir spilaðir í níundu umferð deildarinnar, ekkert annað en veisla það.

Við hvetjum lesendur til þess að taka daginn snemma og fylgjast með leik Bournemouth og Tottenham klukkan 11:30. Leikurinn er sá fyrsti í dag, en Tottenham getur komist tímabundið á topp deildarinnar, vinni þeir leikinn gegn Bournemouth.

Af ofannefndum leik taka aðrir sex leikir við og þar eru Íslendingarnir tveir í eldlínunni. Jóhann Berg Guðmundsson og hans liðsfélgar í Burnley eiga erfiðan útileik gegn Everton og þá mætir Swansea með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs liði Watford.

Á sama tíma og Íslendingarnir spilar þá getur Arsenal náð toppsætinu aftur í sínar hendur ef Tottenham tekur það með sigri á Middlesbrough fyrr um daginn. Englandmeistarar Leicester City og Crystal Palace mætast einnig klukkan 14:00.

Deginum verður svo lokað á Anfield þar sem heimamenn í Liverpool taka á móti West Brom. Ef allt fer á þeirra veg þá getur Liverpool verið í toppsætinu þegar lokaflautið gellur.

Laugardagur 22. október
11:30 Bournemouth - Tottenham (Stöð 2 Sport)
14:00 Arsenal - Middlesbrough (Stöð 2 Sport)
14:00 Burnley - Everton
14:00 Hull City - Stoke City
14:00 Leicester City - Crystal Palace
14:00 Swansea City - Watford
14:00 West Ham - Sunderland
16:30 Liverpool - West Brom (Stöð 2 Sport)

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner