Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. október 2016 13:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Tottenham mistókst að komast á toppinn
Úr leiknum í dag
Úr leiknum í dag
Mynd: Getty Images
Bournemouth 0 - 0 Tottenham

Hann var ekki sá skemmtilegasti, hádegisleikurinn í enska boltanum í dag. Tottenham sótti Bournemouth heim á Vitality-völlinn í dag og gestirnir gátu komist á topp deildarinnar, en það gekk ekki upp hjá þeim.

Totten­ham var í þriðja sæti deild­ar­inn­ar með 18 stig fyr­ir leikinn í dag og gat skot­ist á topp deild­ar­inn­ar, tímabundið hið minnsta með sigri í þess­um leik. Bour­nemouth var aftur á móti í 11. sæti deild­ar­inn­ar með ell­efu stig fyrir leikinn.

Bournemouth byrjaði leikinn betur og var sterkari aðilinn fyrstu 15 mínúturnar, en þá komst Tottenham meira inn í leikinn. Argentínumaðurinn Erik Lamela kom mikið sögu í fyrri hálfleiknum, en hann átti skot í stöng og vildi líka vítaspyrnu. Hann fékk hins vegar ekki vítaspyrnu og staðan í hálfleik var markalaus.

Gestirnir frá Tottenham voru sterkari í seinni hálfleiknum, án þess þó að skapa sér mikið af færum. Leikurinn enkenndist mikið af brotum og gulum spjöldum, en það hindraði dálítið spilið í leiknum. Lokastaðan var markalaust jafntefli og það má alveg segja að það hafi verið sanngjörn úrslit.

Þarna fór tækifæri hjá Tottenham að komast á topp deildarinnar, en liðið er nú jafnt Arsenal og Manchester City á toppi deildarinnar með 19 stig. Bournemouth er hins vegar í níunda sæti með 12 stig.

Stöðutöfluna í deildinni má sjá hér að neðan, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner