Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. október 2016 15:55
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Wenger fékk ekki sigur í afmælisgjöf gegn Boro
Jói Berg og félagar unnu frábæran sigur - Markalaust hjá Gylfa
Wenger er 67 ára gamall í dag
Wenger er 67 ára gamall í dag
Mynd: Getty Images
Jói Berg og félagar unnu magnaðan sigur
Jói Berg og félagar unnu magnaðan sigur
Mynd: Getty Images
Það er oftast nóg að gerast í enska boltanum á þessum tíma og dagurinn í dag var ekkert frábrugðinn hvað það varðar. Sex hörkuleikjum var að ljúka nú fyrir stuttu í deildinni, en þetta voru leikir í níundu umferðinni.

Sjónvarspleikurinn var á milli Arsenal og Middlesbrough, en Arsene Wenger, stjóri Arenal, fagnar um þessar mundir 67 ára afmæli sínu. Hann fékk þó ekki þá afmælisgjöf sem hann vildi þar sem Arsenal gerði markalaust jafntefli gegn Boro í dag. Þetta stig þýðir þó að Arsenal-menn eru einir á toppi deildarinnar með 20 stig.

Íslenski landsliðsmaðurinn Jóhann Berg Guðmundsson var í byrjunarliðinu hjá Burnley sem gerði sér lítið fyrir og vann Everton; frábær sigur hjá Jóa Berg og félögum, en Scott Arfield setti sigurmarkið í uppbótartíma.

Hinn íslenski landsliðsmaðurinn sem spilar í ensku úrvalsdeildinni, hann Gylfi Þór Sigurðsson, lék allan leikinn hjá Swansea sem gerði markalaust jafntefli gegn Watford. Gylfi fékk að líta gula spjaldið á 49. mínútu.

Hér að neðan má sjá öll úrslitin úr þeim leikjum sem var að ljúka, en af þeim sem voru ekki tekin fyrir hér að ofan þá unnu Englandsmeistarar Leicester City auðveldan sigur á Crystal Palace, Xherdan Shaqiri setti bæði í sigri Stoke gegn Hull og þá vann West Ham dramatískan sigur á Sunderland.

Arsenal 0 - 0 Middlesbrough

Burnley 2 - 1 Everton
1-0 Sam Vokes ('39 )
1-1 Yannick Bolasie ('58 )
2-1 Scott Arfield ('90 )

Hull City 0 - 2 Stoke City
0-1 Xherdan Shaqiri ('26 )
0-2 Xherdan Shaqiri ('50 )

Leicester City 3 - 1 Crystal Palace
1-0 Ahmed Musa ('42 )
2-0 Shinji Okazaki ('63 )
3-0 Christian Fuchs ('80 )
3-1 Yohan Cabaye ('85 )

Swansea 0 - 0 Watford

West Ham 1 - 0 Sunderland
1-0 Winston Reid ('90 )

Hér að neðan má sjá stöðutöfluna í deildinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner