Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   lau 22. október 2016 14:53
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Freysi: Frammistaðan okkar langt frá því besta
Freyr Alexandersson
Freyr Alexandersson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég er óánægður með að tapa, þetta var ekki leikur sem við þurftum að tapa, en við töpuðum og það er bara pirrandi. Það sem skiptir kannski meira máli er að þrátt fyrir að við höfum fengið fleiri færi og verið allavega ekki slakari aðilinn í leiknum, þá var frammistaðan okkar langt frá okkar besta," sagði Freyr Alexandersson, landsliðsþjálfari kvenna, eftir 1-0 tap gegn Dönum á æfingamóti í Kína í dag.

„Það er samt gott að vera hérna saman í nokkra daga og lært af þessu og ég held að við vitum alveg hvað það er sem við þurfum aðeins að spýta í með til þess að ná að spila betri leik en þetta."

Freyr segist þó geta tekið eitthvað jákvætt út úr þessum leik þrátt fyrir að frammistaðan hafi ekki verið upp á sitt besta.

„Já, ég geri það. Eins og ég segi þá erum við að spila á móti Dönum, sem eru með lið sem heldur boltanum vel og við vorum miklu meira en þær með boltann, við stjórnuðum leiknum og það hefur ekki gerst oft hjá okkur gegn Dönum."

Ísland á einn leik eftir á þessu æfingamóti, en hann er gegn Úsbekistan klukkan 08:00 á mánudaginn, um að gera að vakna snemma þar.

„Nú er bara að safna smá orku og aðeins að sjá hvernig leikmenn bregðast við tapinu, hvort við mætum ekki fersk á morgun og svo ennþá ferskari á leikdegi eftir tvo daga."

Viðtalið við Frey má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner