lau 22. október 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lineker: Ímyndið ykkur að þið séuð flóttamenn
The Sun segir að það sé pressa á BBC að reka Lineker - Almenningur stendur við bakið á honum
Frábær íþróttafréttamaður, hann Lineker
Frábær íþróttafréttamaður, hann Lineker
Mynd: Getty Images
Sjón­varps­maður­inn góðkunni og fyrrverandi landsliðsframherji Englands, Gary Lineker, seg­ir að um­mæli hans um unga flótta­menn hafi orðið til þess að hann hafi „verið skammaður.“ Hann neit­ar frétt frá slúðurblaðinu The Sun þess efn­is að breska rík­is­út­varpið sé und­ir pressu að reka hann.

Lin­ker sakaði fólk um skelfilegan ras­isma í garð flóttamanna, en ein­hverj­ir af samlöndum hans á Bret­lands­eyj­um telja hina ungu flótta­menn sem koma til Bret­lands eldri en 18 ára, og þar af leiðandi séu þau ekki börn.

„Meðhöndlunin sem sum ykkar sýna þessum ungu flóttamönnum er skelfilega rasísk og algjörlega hjartalaus," sagði Lineker á Twitter og hélt áfram. „Hvað er að gerast við landið okkar?"

Enska götublaðið The Sun fer aðrar leiðir í sínum umfjöllunum en flestir aðrir fjölmiðlar. Þeir héldu því fram að Lineker hefði brotið siðareglur breska ríkisútvarpsins með þessum ummælum sínum á Twitter-síðu sinni.

Það er búið að skamma mig í dag, en hlutirnir gætu verið verri; Ímyndið ykkur, aðeins í smástund, að þið séuð flóttamenn og þurfið að flýja frá heimili ykkar," sagði Lineker og svaraði þar óbeint Sun.

Margir hafa sent Lineker stuðningsyfirlýsingu og hafa flestir í leiðinni skotið á Sun, sem er mest selda dagblaðið á Bretlandseyjum.

Ef ég á að vera heiðarlegur þá er þessi stuðningur sem ég hef fengið smá yfirþyrmandi. Takk fyrir," skrifaði Lineker áfram á Twitter, en hann er einn vinsælasti sjónvarspsmaðurinn í Bretlandi.

Hér að neðan má sjá tístin frá Lineker.




Hér að neðan má svo sjá nokkur tíst þar sem stuðningur við Lineker er sýndur.




















Athugasemdir
banner
banner
banner