lau 22. október 2016 12:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lippi tekur við kínverska landsliðinu (Staðfest)
Lippi er kominn með nýtt starf
Lippi er kominn með nýtt starf
Mynd: Getty Images
Hinn þaulreyndi Marcello Lippi er tekinn við sem landsliðsþjálfari Kína. Kínverska knattspyrnusambandið staðfesti þetta núna fyrir stuttu.

Lippi tekur við starfinu af Gao Hongbo, sem sagði af sér fyrr í mánuðinum eftir slakt gengi.

Samkvæmt fréttum frá Kína mun Lippi verða langlaunahæsti knattspyrnuþjálfari í heimi, en hann mun fá 17 milljónir punda í árslaun (2,4 milljarða króna) eftir skatt.

Lippi er í miklum metum í Kína eftir að hann varð þrívegis meistari með Guangzhou Evergrande frá 2012 til 2014.

Kínverska landsliðið er í dag í 78. sæti á heimslista FIFA, en liðið var í 109. sæti í mars árið 2013.
Athugasemdir
banner
banner