Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. október 2016 09:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mourinho: Veit ekki hvernig fjórir kantmenn spila á sama tíma
Mkhitaryan hefur átt erfitt uppdráttar til að byrja með hjá United
Mkhitaryan hefur átt erfitt uppdráttar til að byrja með hjá United
Mynd: Getty Images
Jose Mourinho, stjóri Manchester United, segir að Henrikh Mkhitaryan hafi verk að vinna við að brjóta sér leið inn í byrjunarliðið hjá félaginu.

Mkhitaryan gekk til liðs við Manchester United í sumar, en hann hefur átt erfitt uppdráttar til að byrja með. Hann hefur aðeins byrjað einn leik, en það var gegn nágrönnunum í City þar sem hann var tekinn af velli í hálfleik eftir slaka frammistöðu.

Mkhitaryan hefur verið að glíma við meiðsli, en hann hóf aftur að æfa með United fyrir þremur vikum. Margir vildu fá að sjá hann spila gegn Fenerbache á fimmtudaginn, en Mourinho segir að hann verði að bíða eftir tækifærinu.

„Staðan er þannig að við spiluðum með (Jesse) Lingard, og með honum voru (Juan) Mata og (Anthony) Martial," sagði Mourinho. „Ég er ekki Einstein. Ég veit ekki um taktískt leikkerfi þar sem þú getur spilað með fjóra kantmenn á sama tíma."

„Hann þarf að vinna upp form til þess að spila á háu stigi. Ég held að það sé best í stöðunni fyrir hann að vinna og bíða eftir tækifærinu, en hann verður tilbúinn mjög fljótlega."
Athugasemdir
banner
banner
banner