Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. október 2016 14:14
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pochettino: Verðum að vinna svona leiki
Pochettino á hliðarlínunni í dag
Pochettino á hliðarlínunni í dag
Mynd: Getty Images
„Þetta var mikill baráttuleikur, þeir voru tilbúnir að berjast og það var erfitt," sagði hinn argentíski Mauricio Pochettini, stjóri Tottenham, eftir markalaust jafntefli gegn Bournemouth á útivelli í dag.

Pochettino er á því máli að sínir menn hafi stjórnað öllum leiknum, en hann segir að ef þeir vilji berjast um eitthvað þá verði þeir að vinna leiki sem þessa.

„Við stjórnuðum öllum leiknum, en ef þú skorar ekki, þá er það erfitt að vinna. Við börðumst mikið og það skilaði einu stigi, en við héldum líka hreinu sem er jákvætt."

„Ef við ætlum samt að vera að berjast um eitthvað, þá verðum við að vinna svona leiki," bætti Pochettino við.

Pochettino kveðst ánægður með frammistöðuna, en auðvitað hefði hann viljað taka þrjú stig með heim og því má segja að þetta hafi verið ákveðin blanda af tilfinningum hjá honum eftir leik.

„Þeir voru ákveðnir. Það var erfitt að leikurinn skyldi hefjast svona snemma og við vorum betri þegar 15 mínútur voru búnar. Við sköpuðum ekki nægilega mikið af tækifærum til þess að skora, en ég er ánægður. Þetta var fín frammistaða."

„Það er mjög stíft leikjaprógram hjá okkur og þegar við lítum til baka þá er þetta gott stig. Við erum að berjast á toppnum og við misstum af tækifæri til þess að komast þangað."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner