Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 22. október 2016 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rodgers stendur með Kolo Toure: Hefur verið magnaður
Kolo Toure gekk til liðs við Celtic í sumar
Kolo Toure gekk til liðs við Celtic í sumar
Mynd: Twitter
Brendan Rodgers, stjóri Celtic í Skotlandi, segist ekki hika við það að spila miðverðinum Kolo Toure á móti Rangers í skoska bikarnum á morgun þrátt fyrir skelfileg mistök í Meistaradeildinni í vikunni.

Toure átti sökina á báðum mörkunum í 2-0 tapi gegn Borussia Mönchengladbach, en Rodgers var ekki á því að kenna Toure um tapið á blaðamannafundi í gær.

Hann hrósaði þess í stað Toure fyrir að hafa hafnað tilboðum sem borguðu meira og ganga til liðs við Celtic í sumar. Hann segir að það sýni ákveðinn karakter sem muni hjálpa honum að takast á við pressuna að mæta erkifjendunum í Rangers á morgun.

„Kolo er stórkostlegur leikmaður. Þetta er maður sem er 35 ára gamall og hefði getað farið hvert sem er í heiminum til þess að spila, grætt helling af peningum, borðað góðan mat og slakað á," sagði Rodgers við blaðamenn.

„Hann vildi hins vegar frekar spila hjá toppliði í Evrópu í sterkustu keppni sem völ er á, þannig að hann kom til Celtic."

„Hann hefur verið algjörlega magnaður síðan hann kom hingað. Það er bara óheppilegt með þessi mistök sem hann gerði. Enginn finnur fyrir þessu meira en hann, en við erum allir saman í þessu."

Sjá einnig:
Kolo Toure niðurbrotinn: Tapið mér að kenna
Athugasemdir
banner
banner