Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 22. október 2016 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Rotherham í rusli eftir að Kári fór - Fimmti stjórinn tekinn við
Það er gott að hafa Kára Árnason í sínu liði
Það er gott að hafa Kára Árnason í sínu liði
Mynd: Fótbolti.net - Ómar Vilhelmsson
Þeir sem fylgjast með íslenska landsliðinu í fótbolta þekkja það hversu mikilvægur varnarmaðurinn Kári Árnason er og fólkið í Rotherham hlýtur að sakna þess að hafa landsliðsmanninn trausta í vörninni hjá sér um þessi misseri.

Það hefur lítið gengið hjá Rotherham United síðan Kári ákvað að róa á önnur mið. Hann fór til Malmö í Svíþjóð sumarið 2015, en þá var hinn litríki Steve Evans við stjórnvölin.

Kári hefur oft og mörgum sinnum talað um það í viðtölum að það var oft ekki mikið vit í því sem Steve Evans var að gera. „Hann er sérstakur," sagði Kári um Evans við Fótbolta.net á sínum tíma.

Eftir að Kári fór frá Rotherham hefur allt gengið á afturfótunum þar og félagið hefur farið í gegnum hvern knattspyrnustjóranna á fætur öðrum.

Það eru bara liðnir 18 mánuðir síðan að Kári fór frá Rotherham, en félagið er nú á sínum fimmta knattspyrnustjóra síðan íslenski landsliðsmaðurinn hvarf á braut.

Steve Evans entist bara í tvo mánuði eftir brottför Kára, en síðan hefur félagið rekið þrjá stjóra til viðbótar, þá Neil Redfearn, Neil Warnock og Alan Stubbs.

Alan Stubbs missti starfið sitt á dögunum eftir afleidda byrjun, en Rotherham hefur nú fundið eftirmann hans. Sá heitir Kenny Jackett, en hann fær það verðuga verkefni að bjarga liðinu frá falli úr Championship-deildinni.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner