Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. október 2016 12:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Spánn: Ótrúleg endurkoma Espanyol gegn Eibar
Mögnuð endurkoma hjá Espanyol
Mögnuð endurkoma hjá Espanyol
Mynd: Getty Images
Stuðningsmenn voru eflaust kampakátir með fótboltann
Stuðningsmenn voru eflaust kampakátir með fótboltann
Mynd: Getty Images
Espanyol 3 - 3 Eibar
0-1 Sergi Enrich ('23 )
0-2 Diego Reyes ('27, sjálfsmark)
0-3 Kike ('44 )
1-3 Hernan Perez ('64 )
2-3 Pablo Piatti ('73 )
3-3 Leo Baptistao ('90 )
Rautt spjald: Felipe Caicedo, Espanyol ('84)

Það var mikið fjör þegar Espanyol sótti Eibar heim í fyrsta leik dagsins í spænsku úrvalsdeildinni í dag. Níunda umferðin byrjaði að rúlla í gær og hún heldur áfram að rúlla í dag með fjórum leikjum.

Gestirnir frá Eibar byrjuðu miklu betur og svo virtist sem þeir væru búnir að klára leikinn þegar dómarinn flautaði til hálfleiks. Staðan var 3-0 fyrir Eibar, en rétt fyrir hálfleik bætti Kike við þriðja markinu og virtist nánast tryggja sigurinn fyrir gestina.

Espanyol gafst þó ekki upp og um miðjan seinni hálfleikinn minnkaði Hernan Perez muninn. Argentínumaðurinn Pablo Piatti kom Espanyol svo aftur almennilega inn í leikinn á 73. mínútu og heimamenn allt í einu komnir í alvöru séns á að fá eitthvað út úr þessum leik.

Sú von veiktist hins vegar þegar varamaðurinn Felipe Caicedo, leikmaður Espanyol, lét reka sig af velli, en eins og áður kom fram þá gafst Espanyol ekki upp. Tíu leikmenn liðsins náðu að jafna þegar komið var fram í uppbótartíma og ótrúleg endurkoma hjá heimamönnum.

Lokatölur 3-3 RCDE-vellinum, heimavelli Espanyol, í ótrúlegum fyrsta leik dagsins í spænska boltanum. Espanyol er núna í 16. sæti með átta stig á meðan Eibar er í efri hlutanum með 12 stig.

Hér að neðan má sjá stöðutöfluna í heild sinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.
Stöðutaflan Rússland Efsta deild - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Zenit 24 15 5 4 44 20 +24 50
2 FK Krasnodar 24 13 7 4 38 23 +15 46
3 Dinamo 24 11 8 5 40 32 +8 41
4 Lokomotiv 24 9 11 4 39 32 +7 38
5 Spartak 24 11 5 8 34 29 +5 38
6 CSKA 24 9 10 5 44 33 +11 37
7 Kr. Sovetov 24 10 6 8 42 35 +7 36
8 Rostov 24 9 7 8 36 38 -2 34
9 Rubin 24 9 6 9 21 30 -9 33
10 Nizhnyi Novgorod 24 8 4 12 22 30 -8 28
11 Orenburg 24 6 8 10 27 31 -4 26
12 Fakel 24 6 8 10 19 27 -8 26
13 Ural 24 6 6 12 24 38 -14 24
14 Baltica 24 6 5 13 23 28 -5 23
15 Akhmat Groznyi 24 6 5 13 23 37 -14 23
16 Sochi 24 4 7 13 26 39 -13 19
Athugasemdir
banner
banner