Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   lau 22. október 2016 22:00
Ívan Guðjón Baldursson
Telja að Henderson hafi látið spjalda sig viljandi
Mynd: Getty Images
Jordan Henderson fékk gult spjald á 88. mínútu í 2-1 sigri Liverpool gegn West Bromwich Albion í dag.

Henderson fékk gula spjaldið fyrir kjaftbrúk, en þetta var hans fimmta gula spjald á tímabilinu sem þýðir að hann er í banni í næsta leik.

Það vill svo heppilega til að næsti leikur Liverpool er gegn Tottenham í deildabikarnum og er búist sterklega við því að bæði lið geri miklar breytingar á byrjunarliðum sínum til að hvíla lykilmenn fyrir komandi átök í úrvalsdeildinni.

Liverpool heimsækir Crystal Palace í næsta deildarleik á laugardaginn og þá verður Henderson orðinn gjaldgengur.








Athugasemdir
banner
banner
banner