Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 22. október 2016 15:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þýskaland: Mögnuð endurkoma Dortmund - Tap hjá Augsburg
Það er mikill karakter í þessu liði
Það er mikill karakter í þessu liði
Mynd: Getty Images
Augsburg tapaði í fjarveru Alfreðs
Augsburg tapaði í fjarveru Alfreðs
Mynd: Getty Images
Stærstu fréttirnar úr þeim fimm leikjum sem var nú að ljúka í þýsku Bundesligunni eru þær að Borussia Dortmund gerði jafntefli gegn Ingolfstadt í markaleik. Dortmund sýndi magnaðan karakter og kom til baka úr stöðu sem virtist vonlaus.

Ingolfstadt voru heimavelli og þeir byrjuðu leikinn af miklum krafti og komust strax yfir eftir sex mínútur. Dario Lezcano bætti svo við tveimur mörkum og staðan orðin 3-0 fyrir heimamenn, en það átti eftir að breytast.

Dortmund sýndi eins og áður segir gríðarlega mikinn karakter og náðu að koma til baka og jafna leikinn. Markamaskínan Pierre Emerick Aubameyang skoraði fyrst og svo fylgdi Adrian Ramos á eftir með öðru marki. Hinn efnilegi Christian Pulisic jafnaði svo þegar komið var fram í uppbótartíma og lokatölur 3-3 í þessum ótrúlega leik.

Bæði Bayer Leverkusen og Wolfsburg töpuðu sínum leikjum, en það hefur lítið gengið hjá þessum liðum á þessu leiktímabili.

Þá var Alfreð Finnbogason fjarverandi vegna meiðsla þegar Augsburg tapaði á útivelli gegn Freiburg og að lokum ber að nefna það að Hertha er komið upp í annað sæti deildarinnar eftir sigur á Köln.

Hér að neðan geturðu séð öll úrslitin og markaskorara og þá stöðutaflan í deildinni neðst í fréttinni, en það gæti tekið smá tíma fyrir hana að uppfæra sig.

Bayer 0 - 3 Hoffenheim
0-1 Kerem Demirbay ('15 )
0-2 Sandro Wagner ('49 )
0-3 Steven Zuber ('60 )
Rautt spjald: Kevin Volland, Bayer ('6)


Hertha 2 - 1 Köln
1-0 Vedad Ibisevic ('13 )
1-1 Anthony Modeste ('65 )
2-1 Niklas Stark ('74 )


Ingolstadt 3 - 3 Borussia D.
1-0 Almog Cohen ('6 )
2-0 Dario Lezcano ('24 )
3-0 Dario Lezcano ('59 )
3-1 Pierre Emerick Aubameyang ('59 )
3-2 Adrian Ramos ('69 )
3-3 Christian Pulisic ('90 )


Darmstadt 3 - 1 Wolfsburg
1-0 Anis Ben-Hatira ('25 )
1-1 Mario Gomez ('60 )
2-1 Laszlo Kleinheisler ('68 )
3-1 Sandro Sirigu ('76 )
Rautt spjald: Jeffrey Bruma, Wolfsburg ('24)


Freiburg 2 - 1 Augsburg
1-0 Maximilian Philipp ('66 )
2-0 Nils Petersen ('78 )
2-1 Halil Altintop ('84 )
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner