Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   lau 22. október 2016 09:35
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: BBC 
Williams til Liverpool fyrir 44,6 milljónir punda?
Powerade
Inaki Williams er talinn mjög efnilegur
Inaki Williams er talinn mjög efnilegur
Mynd: Getty Images
Pogba kemur fyrir í slúðurpakka dagsins
Pogba kemur fyrir í slúðurpakka dagsins
Mynd: Getty Images
Þessi gæti farið til Dortmund
Þessi gæti farið til Dortmund
Mynd: Getty Images
Það er komin helgi og það er ekki til betri leið til þess að byrja helgina en með því að lesa slúðrið í boði Powerade. Sjáðu alla helstu molana sem ensku slúðurblöðin bjóða upp á í dag. Njótið vel!



Ofurstjarnan Cristiano Ronaldo hefur samþykkt samning við Real Madrid sem færir honum 18,5 milljónir punda á ári eftir skatt, en það er ekki búið að klára allt í sambandi við samninginn þar sem hinn 31 árs gamli Ronaldo vill að hann gildi til 2021. (Daily Mirror)

Liverpool er tilbúið að koma til móts við klásúlu í samningi Spánverjans Inaki Williams, sem leikur með Athletic Bilbao, en klásúlan hljóðar upp á 44,6 milljónir punda. (Mundo Deportivo)

Antonio Conte, stjóri Chelsea, sem þjálfaði Paul Pogba hjá Juventus, segir að það hafi verið draumur franska miðjumannsins að snúa aftur á Old Trafford. (Manchester Evening News)

Stjórinn hjá Manchester City, hann Pep Guardiola, er áhugasamur um að kaupa brasilíska bakvörðinn Fabinho frá Monaco, en sá var sterklega orðaður við nágrannana í United í sumar. (Sun)

Guardiola segir andlegt ástand varnarmannsins Vincent Kompany eftir þrálát meiðsli sé ástæðan fyrir því að hann hafi ekki spilað gegn Barcelona á miðvikudaginn. (Guardian)

Miðjumaðurinn John Obi Mikel, sem spilar með Chelsea, hefur varað liðsfélaga sína við því að láta "sjarma" Jose Mourinho ekki blekkja sig þegar hann snýr aftur á sinn gamla heimavöll á morgun. Mourinho stýrir í dag Manchester United, en United og Chelsea eigast við í stórleik helgarinnar á Englandi á morgun. (London Evening Standard)

Charlie Daniels, varnarmaður Bournemouth, býst við því að Jack Wilshere muni vinna sér aftur inn sæti í enska landsliðinu. Wilshere er í láni hjá Bournemouth frá Arsenal. (Talksport)

Mark Hughes, stjóri Stoke, segir að félagið hafi gert vel með því að kaupa Joe Allen fyrir 13 milljónir punda frá Liverpool í sumar og segir að það hafi komið sér á óvart að honum hafi verið leyft að fara. (Daily Star)

Bersant Celina, ungur leikmaður Manchester City, er á óskalista Borussia Dortmund eftir að hafa heillað á láni hjá Antwerp í Belgíu. (ESPN)

Leikmenn Sunderland munu þurfa að taka á sig 50% launalækkun ef þeir ná ekki að halda sér í ensku úrvalsdeildinni á þessu leiktímabili. (Daily Mail)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner