Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   lau 22. október 2016 13:47
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wilshere kláraði 90 mínútur í fyrsta skiptið síðan 2014
Wilshere er að koma sér í form
Wilshere er að koma sér í form
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jack Wilshere náði þeim merkilega áfanga í dag að klára sinn fyrsta fótboltaleik frá 2014; hann spilaði sínar fyrstu 90 mínútur frá 2014 þegar Bournemouth og Tottenham gerðu markalaust jafntefli í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Jack Wilshere, miðjumaður Arsenal er í láni hjá Bournemouth, en hann var í byrjunarliðinu í dag og spilaði allan leikinn fyrir sitt lið í hádegisleiknum gegn Tottenham.

Þetta er virkilega merkilegt fyrir Wilshere þar sem hann spilaði síðast allar 90 mínúturnar í fótboltaleik þann 13. september 2014 þegar Arsenal lék gegn Manchester City.

Wilshere hefur verið mikið meiddur undanfarin ár, en hann stefnir á það að koma sér í gott form með Bournemouth á þessu leiktímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner