Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 22. október 2017 15:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ævintýraleg björgun hjá liði Jóns Páls - „Nánast kraftaverk"
Jón Páll Pálmason.
Jón Páll Pálmason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jón Páll Pálmason, þjálfari Stord í D-deildinni í Noregi, ritar í dag pistil þar sem hann fjallar um ævintýralega björgun liðsins.

Stord þurfti að vinna síðustu tvo leiki sína, treysta á önnur úrslit og skora mikið magn af mörkum til að halda sér í deildinni.

Það tókst eftir ótrúlega atburðarrás.

Pistill Jóns Páls:
Vika í lífi knattspyrnuþjálfans getur aldrei verið eins og vikan þar á undan!

Á laugardag fyrir 8 dögum síðan vaknaði ég og vissi að mínir menn yrðu að vinna tvo síðustu leikina í deildinni og skora helvítis haug af mörkum til þess að eiga möguleika a að halda sjó í deildinni.

Við unnum Brann fyrir viku og Os okkar helstu anstæðingar í baráttunni náðu jafntefli með því að skora á 94. mínútu í sínum leik. Þar af leiðandi var forskot þeirra komið í þrjú stig en þeir höfðu líka fimm mörk á okkur í markahlutfall. Erfitt en mögulegt.

Mánudagurinn var svo til andskotans mæðu þegar kom í ljós að Os hafði kært sinn leik þá helgina þar sem liðið sem þeir spiluðu við notaði ólöglegan leikmann. Það þýddi að þeir fengju þrjú stig í staðinn fyrir eitt og við því fallnir.

Á þriðjudag kom svo upplýsingar um að Os hefði sent kæruna til knattspyrnusambandsins of seint og því voru úrslitin láta standa. Það var svo staðfest á föstudag.

Í gær var því lokaleikur tímabilsins og við þurftum að sigra og Os að tapa og í leiðinni þurftum við að vinna upp fimm marka markamun sem var á liðunum.

Eftir 80 mínútur í leikjum gærdagsins var staðan 0-0 hjá Os og við leiddum 1-3. Við þurftum því að skora tvö og vonast til að Os myndi fá á sig mark.

Eftir 81 mínútu lendir Os 1-0 undir. Við horfðum á leikinn á hliðarlínunni. Þeir byrjuðu að spila boltanum á milli sín án þess að andstæðingar þeirra gerðu tilraun að ná honum af þeim. Þeir ætluðu að láta leikinn fjara út. Ég viðurkenni það að það fauk í mig.

Við skoruðum á 88. mínútu 1-4, þurftum því mark til.

Á 96. mínútu með síðustu spyrnu tímabilsins skorum við 1-5 og héldum okkur þar af leiðandi uppi á markatölu, á fleiri skoruðum mörkum en Os.

Vindurinn hefur blásið á móti okkur og félaginu í heilt ár. Alvöru sjór en þetta hafðist. Afrek strákanna er nánast kraftaverk. Ekki síst fyrir þá staðreynd að þeir eru flestir börn, t.a.m. voru þeir 5 í liðinu í gær sem ekki eru með bílpróf eða fengu það í ár.


Athugasemdir
banner
banner
banner