Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 22. október 2017 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Allegri ánægður að Mandzukic hafi látið reka sig útaf
Mynd: Getty Images
Massimiliano Allegri, þjálfari Juventus, er ánægður með rauða spjaldið sem Mario Mandzukic fékk í 6-2 sigri Juventus gegn Udinese í dag.

Mandzukic fékk tvö gul spjöld eftir samstuð við Ali Adnan eftir sókn Juve.

Mandzukic féll til jarðar og öskraði Adnan á Króatann og sakaði hann um leikaraskap. Mandzukic virtist ekki bregðast neitt sérlega illa við en báðir fengu þeir gult spjald.

Mandzukic var langt frá því að vera sáttur með spjaldið og lét dómarann heyra það, sem varð til þess að hann fékk annað spjald þremur sekúndum síðar.

Juve var 2-1 yfir þegar Mandzukic var rekinn útaf og jöfnuðu heimamenn snemma í síðari hálfleik, en tíu leikmenn Juve hökkuðu þá í sig í kjölfarið.

„Þetta er sigur á gríðarlega mikilvægum tímapunkti í deildinni því við unnum til baka tvö stig á bæði Inter og Napoli," sagði Allegri að leikslokum.

„Mandzukic veit sökina uppá sig, en í klefanum þá þakkaði ég honum fyrir því við virkilega þurftum á því að halda að spila manni færri."
Athugasemdir
banner
banner