Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Jökull: Læti og stemning sem stuðningsmennirnir spúa yfir völlinn til strákanna
Helgi Fróði: Geggjað að vera í besta klúbbnum
Addi Grétars pirraður: Menn þurfa að hafa smá 'sens' fyrir því sem þeir eru að tala um
Ísak Óli: FH var langfyrsti kosturinn hjá mér
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
   sun 22. október 2017 23:00
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Ási Haralds: Ekkert hnjask sem fylgir leikmönnum
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Við vorum svolítið hátt uppi eftir leik á föstudag. Sérstaklega þegar við gerðum okkur fyllilega grein fyrir því hversu stór sigur þetta var, en síðan höfum við unnið markvisst í því að koma öllum niður á jörðina og fara að einbeita okkur að því sem skiptir máli,“ sagði Ásmundur Haraldsson, aðstoðarþjálfari landsliðsins sem býr sig nú af krafti undir leik gegn Tékklandi í undankeppni HM 2019. Leikurinn verður spilaður á þriðjudag kl. 16:00 að íslenskum tíma og verður í beinni útsendingu á RÚV.

„Við vorum heppin að því leytinu til að það urðu engin meiðsli og það var ekkert hnjask sem fylgdi leikmönnum hingað,“ sagði Ási í spjalli um standið á hópnum og hvernig gengi að endurheimta alla orkuna sem fór í leikinn við Þýskaland.

Næsta verkefni er Tékkland en hinn almenni íslenski fótboltaáhugamaður veit sennilega lítið um þá andstæðinga. Við báðum Ása um að segja okkur aðeins frá tékkneska liðinu.

„Uppistaðan úr liðinu er úr tveimur liðum hérna í Tékklandi. Sparta Prag og Slavia Prag. Þetta eru atvinnumannalið. Þessi tvö lið eru núna í 16-liða úrslitum í Meistaradeildinni og það segir svolítið um gæðin.“

„Þetta eru stelpur sem eru tæknilega góðar. Þær eru sterkar, þær eru fljótar og eru góðar í fótbolta. Þetta er nokkuð gott lið.“


Aðspurður um lykilmann tékkneska liðsins nefndi Ási miðjumanninn Kateřina Svitková.

„Það er miðjumaður. Hún heitir Svitková og er númer 10. Það er mjög góður leikmaður. Rúmlega tvítug. Góð á bolta, góður dribblari. Hugsar mikið fram á við. Það er sterkur leikmaður þar á ferð.“

Hægt er að horfa á allt viðtalið við Ása í spilaranum hér að ofan en þar fer hann nánar út í hvernig unnið er að því að koma stelpunum okkar í sem best stand fyrir leikinn á þriðjudag og ýmislegt fleira.
Athugasemdir
banner
banner
banner