Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   sun 22. október 2017 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Aston Villa harðneitaði sögusögnum á mettíma
Eftirsóttur.
Eftirsóttur.
Mynd: Getty Images
Í morgun birtist frétt hjá götublaðinu The Sun þar sem hinn 19 ára gamli Keinan Davis var sterklega orðaður við Manchester United.

Davis er á mála hjá Aston Villa í Championship-deildinni.

Aston Villa ætlar ekki að selja hann og þeir voru fljótir að harðneita orðrómnum sem birtist í The Sun í morgun.

Keith Wyness, framkvæmdastjóri Villa, fór á Twitter og sagði þar að blaðamaðurinn sem skrifaði greinina ætti að biðjast afsökunar.

Davis, sem hefur skorað tvö mörk í 10 leikjum í Championship-deildinni á þessu tímabili, hefur verið líkt við Dwight Yorke, fyrrum leikmann Manchester United. Yorke gerði garðinn frægan með United og myndaða ógnarsterkt sóknarpar með Andy Cole.

Aston Villa borgaði aðeins 5 þúsund pund til að kaupa Davis frá Stevenage á síðasta ári, en talið er að það félag sem vill kaupa hann núna þurfi að minnsta kosti að borga 5 milljónir punda.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner