Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   sun 22. október 2017 22:30
Mist Rúnarsdóttir
Znojmo
Elín Metta: Gleymi þessu mómenti seint
Elín Metta í baráttu við Anna Blässe í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Elín Metta í baráttu við Anna Blässe í sigurleiknum gegn Þýskalandi
Mynd: Fotbolti.net - Anna Þonn
„Mér finnst fín stemmning í liðinu. Það er ekkert of hátt spennustigið og allir bara rólegir,“ sagði landsliðsframherjinn Elín Metta Jensen í spjalli við Fótbolta.net á liðshótelinu í Znojmo fyrr í dag. Íslenska landsliðið er í tveggja útileikjaverkefni. Búnar að spila gegn Þýskalandi eins og frægt er orðið en eiga nú eftir að mæta Tékkum.

Íslenska liðið er búið að skoða sigurinn á Þjóðverjum vel með það í huga að nýta sér allt það jákvæða áfram í næsta leik.

„Við erum alveg búin að fara yfir hann (leikinn við Þýskaland). Búin að skoða hvað við gerðum vel og hvernig við getum haldið áfram að gera það vel. Annars verður maður líka að muna að það er annar leikur og önnur þrjú stig í boði þannig að við höldum bara áfram.“

Elín Metta skoraði rosalegt mark í Þýskalandsleiknum þar sem hún fíflaði tvo varnarmenn með mögnuðum snúningi áður en hún skilaði boltanum í netið. Við spurðum hvort hún væri ekki búin að kíkja aðeins á markið.

„Jú, ég viðurkenni það alveg. Ég er búin að horfa á það aftur,“ svaraði Elín Metta. Aðspurð um hvort þetta væri hennar mikilvægasta mark á ferlinum svaraði hún:

„Já, þetta er allavegana með eftirminnilegri mörkum. Ég held að ég eigi seint eftir að gleyma þessu mómenti.“

Elín Metta sagðist þó ekki hafa fylgst vel með umræðunni á samfélagsmiðlum en fólk kepptist við að dásama hana á Twitter eftir sigurleikinn á föstudag.

„Stelpurnar voru eitthvað búnar að sýna mér en maður reynir bara að vera hér og pæla í sér,“ sagði Elín Metta og ræddi svo nánar um Tékkaleikinn sem framundan er.

Hægt er að horfa á allt viðtalið við hana í spilaranum að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner