Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. október 2017 16:51
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England: Auðvelt fyrir Tottenham gegn Liverpool
Mynd: Getty Images
Tottenham 4 - 1 Liverpool
1-0 Harry Kane ('5 )
2-0 Son Heung-Min ('12 )
2-1 Mohamed Salah ('24 )
3-1 Dele Alli ('45 )
4-1 Harry Kane ('56 )

Tottenham átti ekki í teljandi vandræðum með að leggja Liverpool að velli í ensku úrvalsdeildinni í dag. Leiknum var að ljúka, en það var sett áhorfendamet á Wembley í dag. Stærstur hluti áhorfenda sem var á vellinum fer þaðan glaður með úrslitin.

Tottenham komst yfir strax á fimmtu mínútu með marki frá hverjum öðrum en Harry Kane. Kane hefur verið sjóðandi heitur að undanförnu og hann átti góðan dag.

Sjö mínútum eftir fyrsta markið bætti Son Heung-Min við öðru marki eftir mistök hjá Dejan Lovren. Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, brosti að markinu og tók síðan Dejan Lovren af velli.

Liverpool tókst að minnka muninn með marki frá Mohamed Salah á 24. mínútu, en áður en fyrri hálfleikurinn kláraðist var staðan 3-1 fyrir „heimamenn" í Tottenham; Dele Alli með markið.

Harry Kane, þessi stórkostlegi framherji, skoraði sitt annað mark snemma í seinni hálfleiknum og þar við sat.

Liverpool ógnaði lítið og þetta var mjög þægilegt fyrir Tottenham.

Tottenham er með jafnmörg stig og Manchester United, 20 stig, í öðru sæti deildarinnar. Liverpool er í níunda sæti með 13 stig.



Athugasemdir
banner