Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. október 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gary Neville: Ætla aldrei að þjálfa aftur
Mynd: Getty Images
Gary Neville, fyrrum leikmaður Manchester United, segist vera mjög langt frá því að snúa aftur í þjálfun.

Þjálfaraferill Neville hefur ekki farið vel af stað. Hann var rekinn frá Valencia á síðasta ári eftir fjóra mánuði í starfi og hann hætti í þjáfaraliði enska landsliðsins eftir tap gegn Íslandi á EM í fyrra.

Í samtali við Daily Mail segist Neville ekki vera að hugsa um þjálfun í augnablikinu, hann muni jafnvel aldrei aftur byrja að þjálfa.

„Ég ætla aldrei að þjálfa aftur," sagði Neville við Daily Mail. „Ég er mjög langt frá því að snúa aftur í þjálfun. Aldrei er kannski sterkt orð, kannski vil ég byrja að þjálfa aftur eftir 10 ár."

Hann segist ekki sjá eftir því að hafa tekið við Valencia.

„Ég gerði þetta vegna þess að ég þekkti eigandann vel og ég hugsaði með mér að þetta væri einstakt tækifæri fyrir Englending að taka við einu besta liði Spánar," sagði Neville.

„Þetta var ótrúlegt tækifæri. Það gekk ekki eins vel og ég hafði vonað, en ég naut hverrar mínútu og ég lærði mikið."
Athugasemdir
banner
banner
banner