Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. október 2017 14:52
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Höfum 100% trú á Koeman"
Mynd: Getty Images
Það er komin gríðarleg pressa á Ronald Koeman, stjóra Everton.

Eftir 5-2 tap gegn Arsenal á heimavelli í dag er Everton í 18. sæti ensku úrvalsdeildarinnar með átta stig eftir níu leiki.

Koeman er orðinn mjög valtur í sessi, líkurnar eru að aukast á því að hann verði látinn taka pokann sinn.

Eftir tapið gegn Arsenal í dag ræddi varnarmaðurinn Michael Keane, einn af leikmönnunum sem Koeman keypti í sumar, við fjölmiðla. Þar lýsti hann því yfir að leikmenn Everton treystu Koeman.

„Þetta er undir okkur komið, stjórinn getur ekki gert allt. Við höfum 100% trú á honum. Okkur líður eins og við höfðum brugðist honum. Við ætlum að bæta úr þessu," sagði Keane.
Athugasemdir
banner
banner
banner