Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 22. október 2017 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Klopp: Lovren ekki verri en restin af liðinu
Mynd: Getty Images
Jürgen Klopp tók Dejan Lovren af velli á 31. mínútu í 4-1 tapi gegn Tottenham í dag.

Alex Oxlade-Chamberlain kom inn í hans stað í stöðunni 2-0 og skiptu gestirnir um leikkerfi.

„Dejan var ekki verri en aðrir í dag. Við urðum að breyta einhverju og mér fannst þetta rétt taktísk skipting," sagði Klopp.

„Ég hefði alveg eins getað skipt einhverjum öðrum útaf."

Lovren átti skelfilegan hálftíma þar sem hann gerði mistök í fyrstu tveimur mörkum Tottenham.

Joel Matip gerði mistök í þriðja markinu og Simon Mignolet í því fjórða.

Liverpool er um miðja deild með 13 stig eftir 9 umferðir.
Athugasemdir
banner
banner