Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 22. október 2017 17:11
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Klopp: Okkur að kenna, engum öðrum
Mynd: Getty Images
„Þetta var allt okkur að kenna, allt saman," sagði Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, eftir 4-1 tap gegn Tottenham í dag.

„Tottenham spilaði vel, þeir þurftu að spila vel en við gerðum þeim alltof auðvelt fyrir," sagði Klopp.

„Fyrsta markið kom úr innkasti, við vorum ekki mættir til leiks. Þetta var bara slæmur, slæmur varnarleikur. Annað markið kom úr skyndisókn og það var klaufalegt."

„Við komumst aftur inn í leikinn með því að skora mark, en það er algjör óþarfi að tala frekar um það."

„Þriðja markið, það var líka okkur að kenna, við brutum á okkur. Fjórða markið, þeir unnu seinni boltann og þriðja boltann, þeir vildu þetta miklu meira en við," sagði Klopp.

Klopp tók Dejan Lovren af velli í fyrri hálfleiknum eftir slaka
frammistöðu hans. Hann gerði stór mistök í öðru marki Tottenham, en Klopp hefði viljað sjá hann gera betur þar.

„Ef ég hefði verið í hans stöðu þá hefði Harry (Kane) ekki fengið boltann," sagði Klopp.

„Núna verðum við að átta okkur á því að þetta er okkur að kenna og engum öðrum. Við verðum að bæta upp fyrir þetta."
Athugasemdir
banner
banner
banner