Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 22. október 2017 14:58
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Koeman: Þetta hefur verið mjög erfitt
Mynd: Getty Images
Ronald Koeman var auðvitað hundfúll þegar hann ræddi við fjölmiðlamenn eftir 5-2 tap Everton gegn Arsenal í dag.

Hann segir að rauða spjaldið sem Idrissa Gueye fékk þegar rúmar 20 mínútur voru eftir hafi algjörlega breytt leiknum.

„Leikurinn var búinn eftir að dómarinn lyfti rauða spjaldinu, við börðumst vel þangað til og vorum inn í leiknum. Staðan 2-1, en þeir refsuðu okkur grimmilega eftir rauða spjaldið," sagði Koeman.

Koeman er orðinn mjög valtur í sessi.

„Þetta hefur verið mjög erfitt, liðið er ekki að spila vel, við erum ekki á þeim stað í töflunni þar sem við eigum að vera. Ég sé samt marga jákvæða hluti í okkar leik," sagði hann.

En hefur hann áhyggjur?

„Það er eðlilegt, það er fótbolti. Við höfum spilað níu leiki í ensku úrvalsdeildinni, gegn fimm af bestu liðum deildarinnar. Nú er ekki tíminn til þess að gera eitthvað ruglað."

„Ég ber ábyrgð á þessu liði og þetta eru slæm úrslit. Við sjáum til hvað gerist," sagði hann að lokum.

Það er spurning hvort þetta hafi verið síðasta viðtal Koeman sem stjóri Everton. Það mun koma í ljós á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner