Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   sun 22. október 2017 10:07
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heimild: Expressen 
Móðir Lukaku þurfti að mæta með fæðingarvottorð á leiki
Talaði um kynþáttafordóma við Expressen
Lukaku fór til Manchester United í sumar.
Lukaku fór til Manchester United í sumar.
Mynd: Getty Images
Mino Raiola er umboðsmaður Lukaku.
Mino Raiola er umboðsmaður Lukaku.
Mynd: Getty Images
Ofurumboðsmaðurinn skrautlegi Mino Raiola fór í ansi áhugavert viðtal hjá sænska dagblaðinu Expressen á dögunum.

Stærstur hluti viðtalsins fór í að ræða Zlatan Ibrahimovic, sóknarmann Manchester United, en Raiola er umboðsmaður hans.

Rætt var um meiðsli Zlatan, hvenær hann myndi snúa aftur og hversu lengi Zlatan yrði í boltanum.

Zlatan er ekki eini skjólstæðingur Raiola, hann er líka með liðsfélaga hans hjá Manchester United, Paul Pogba, Henrikh Mkhitaryan og Romelu Lukaku á bókum sínum.

Expressen fékk skoðun Raiola á kynþáttafordómum í fótbolta, en Lukaku hefur verið nokkuð í umræðunni hvað það varðar. Stuðningsmenn Man Utd hafa sungið um það hversu stóran getnaðarlim Lukaku er með.

Raiola segir að Lukaku hafi orðið fyrir kynþáttafordómum alveg frá því hann var lítill polli.

„Fólk segir að það sé engin mismunun í fótbolta, en svartir leikmenn verða alltaf fyrir mismunun," segir Raiola.

„Það er meðvituð mismunun og það er líka ómeðvituð mismunun. Þegar ég tala um ómeðvitaða mismunun þá er ég að tala um þegar fólk líkir svörtum leikmanni við annan svartan leikmann. Er hann eins og Pogba? Er hann eins og Balotelli? Er hann eins og Lukaku? Ég heyri aldrei: er hann eins og Zlatan? Er hann eins og Beckham? Er hann eins og Toivonen?"

„Það er líka oft talað um það að svartir leikmenn séu sterkari líkamlega, en það er ekki rétt. Það er mismunun. Það eru engar vísindalegar sannanir fyrir því að þeir séu sterkari."

„Þetta hefur alltaf verið vandamál fyrir Lukaku."

„Ég var að tala við móður hans. Hún þurfti að mæta á leiki í yngri flokkum með fæðingarvottorðið hans. Aðrir foreldrar héldu að hann væri ekki 12 eða 14 ára. Það varð alltaf allt vitlaust þegar hann skoraði þrjú eða fjögur mörk," segir Raiola.

„Hann var stærri og sterkari en hinir strákarnir. Þeir sögðu að hann væri eldri og þá mætti hann með fæðingarvottorðið sitt. Hann fæddist í Belgíu, en það var sagt að hann væri fæddur í Afríku."

„Paul (Pogba) er nú sendiherra fyrir Respect herferðina. Ég reyndi að koma Balotelli í svipað hlutverk á Ítalíu, en þar eru menn 50 árum á eftir öllum öðrum," sagði Raiola að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner